Matarboð

VIÐ HVERJU MÁ BÚAST?

Þegar þér er boðið í Saladmaster matarboð máttu fyrst og fremst eiga von á því að skemmta þér vel. Boðin eru hönnuð þannig að hver og einn geti notið sín. Frábær matur og frábært fólk, hvað gæti verið betra?

Saladmaster matarboðin eru einstök leið fyrir kynningarfulltrúa til að ná sambandi við gesti og deila með þeim matreiðslu aðferðum Saladmaster. Þú munt hafa gaman af gagnvirku og afslöppuðu umhverfi þar sem þú færð að sjá, læra um og bragða á sérstöðu Saladmaster.

Kynningarfulltrúar okkar eru vinalegir og elska það sem þau gera. Þau munu elda og ganga frá á meðan þú nýtur matarins. Þau munu sýna þér nýjar aðferðir og deila með þér visku sinni um næringu og mataræði og kynna þér heim Saladmaster.

Algengar spurningar

Á hverju er von?
Gómsætri og næringarríkri máltíð sem við munum útbúa í þínu eldhúsi. Við komum með mat og áhöld.

Er falinn kostnaður?
Hvorki gestgjafi né gestir eru skikkuð til að kaupa vörur. Það eina sem við viljum er að þú lærir eitthvað nýtt um hvernig má elda góða máltíð og viljir  mögulega deila því áfram til fjölskyldu og vina.

Hvernig á ég að undirbúa mig?
Það er ekkert sem þú þarft að gera. Við eldum, framreiðum og göngum frá. Þú slappar af og nýtur þess að vera gestur í eigin eldhúsi.

Hefur þú áhuga á að halda matarboð?

Flest allir njóta þess að borða. Að njóta með vinum? Jafnvel betra. Ef þú hefur áhuga, þá viljum við bjóða þér að halda Saladmaster matarboð í þínu eigin eldhúsi. Einfalt, ljúffengt og kjörin afsökun til að borða og læra með útvöldum vinum.

Sem gestgjafi útvegar þú eldhús og bíður vinum með heilbrigða matarlist. Við sýnum ykkur svo hvað það er sem gerir Saladmaster að þeirri gæða vöru sem raun ber vitni.

Gestgjafagjöf

Saladmaster kvörnin er okkar aðalsmerki. Með lítilli fyrirhöfn sker hún, rífur, saxar og sneiðir grænmeti og ávexti. Hún gæti orðið þín sem þakklætisvottur frá okkur fyrir að gefa þér tíma fyrir Saladmaster matarboð. Sem gestgjafi er ekki ætlast til mikils af þér en verðlaunin munu borga sig margfalt. Fyrir utan þá staðreynd að Saladmaster kvörnin ætti að vera staðalbúnaður í eldhúsi allra matgæðinga.