Kjöt
Íslensk kjötsúpa
1 kg súpukjöt
1,8 l vatn
1 msk salt, eða eftir smekk
½ laukur, saxaður smátt
1-2 msk súpujurtir
500 g gulrófur
500 g kartöflur
250 g gulrætur
100 g hvítkál (má sleppa)
nýmalaður pipar
1 ½ dl hrísgrjón
½ dl haframjöl (má sleppa)
Kjötið fituhreinsað að hluta og síðan sett í pott, hellið vatninu yfir og hitið að suðu. Froða fleytt ofan af, saltað og súpujurtum, lauk og hrísgrjónum hrært saman við. Soðið í um 40 mín. Á meðan eru gulrófurnar afhýddar og skornar í bita, kartöflurnar afhýddar og skornar í helminga eða fjórðunga og gulræturnar skornar í bita. Sett út í og soðið í um 15 mín til viðbótar. Kálið skorið í mjóar ræmur, sett út í og soðið í um 5 mín eða þar til allt grænmetið er meyrt. Um leið er haframjölið sett, ef á að nota það. Smakkið og bragðbætt með salti og pipar, ef þarf. Kjötið er ýmist borið fram í súpunni eða með henni á sérstöku fati. Ýmislegt annað grænmeti má hafa í súpuna, svo sem blómkál, sellerí eða grænkál. Ágætt er að sjóða rófurnar og kartöflurnar sér í potti. Ef afgangur verður þá er gott að muna að mörgum finnst kjötsúpan langbest þegar hún er hituð upp í annað eða þriðja sinn.
Írsk kjötsúpa
Hráefni
- 1 bakki nautagúllas
- 1-2 bakkar nautahakk
- 3-4 laukar
- 10-20 kartöflur (eftir stærð og gerð)
- 1 poki gulrætur
- 4-6 nautakraftsteningar
Aðferð
7 ltr pottur eða stærri.
Setjið ca. 2-3 ltr vatn í pottinn og teningana út í.
Kveikið á hellunni, rúmlega miðhiti og látið suðuna koma upp. Á meðan að suðan kemur upp eru laukarnir flysjaðir og skornir frekar gróflega og sett út í.
Gúllasið er yfirfarið (eftir smekk, ég sker burt fitu og sinaleifar, og minnka bitana), sett síðan út í vatnið.
Þegar suðan er komin upp, tek ég hakkið og rúlla upp litlum bollum í lófunum og set út í pottinn.
Síðan eru kartöflurnar flysjaðar og skornar í tvennt, eða fernt, eftir stærð og settar út í.
Gulræturnar eru skornar gróflega og settar út í.
Látið sjóða í ca. 2 tíma, eða lengur. Súpan verður alltaf betri og betri með tímanum og kartöflurnar þykkja hana líka. Þessi uppskrift er fín fyrir kalda vetrardaga, kjarngóð máltíð fyrir sjúklinginn sem þarf að næra og styrkja, tala ekki um fólk með tannpínu.
Uppskriftin er ekki heilög og má útfæra eftir eigin smekk, bæta við hvítlauk, blómkáli eða hverju því sem hugurinn girnist.
Rjúpa
Þegar elda skal rjúpu hefur reynst besta aðferðin að nota Saladmaster rafmagnspönnuna.
Gamla aðferðin er að steikja og sjóða rjúpuna en reynsla mín er að rjúpan er þurrari og missir meira bragð þannig. Ég hef eldað rjúpuna á Saladmaster rafmagnspönnunni í 5 ár á hverjum jólum með eftirfarandi aðferð, við góðan orðstír fjölskyldunnar.
Undirbúningur
7-10 rjúpur. Hamflettar, lærin klippt frá og bringan klippt frá bakinu, fóarn skorið í sundur og hreinsað og ekki gleyma hjörtunum.
Soð í sósuna
Bakið, fóarnið, hjörtun og lærin steikt í ísl. smjöri ásamt 2 til 3 gulrótum, selleristilk og einum lauk í 7 lítra pottinum. Setjið 2-3lítra af vatni í pottinn og látið suðu koma upp. Lækkið síðan á minnsta hita og setjið salt og pipar eftir smekk í soðið. Látið soðið malla á lægsta hita í tvo til 3 tíma. Sigtið síðan soðið í könnur frá beinunum. ps.munið að taka lærin og hjörtun frá. Hendið restinni. Plokka má utan af lærunum og skera hjörtun í bita og nota saman við afganginn af sósunni í tartalettur síðar.
Sósan
Gerið smjör hveitibollu í sjö eða fjagra lítra pottinn, fer eftir hve mikla sósu þið viljið. Þynnið út með soðinu minnst ½ lítra af matreiðslurjóma einnig til útþynningar. Setjið tvær matskeiðar af rifsberjahlaupi og hálfan gráðost (í bláu pakkn.). Smakkið til bætið salti og pipar eftir smekk einnig rifsberjahlaupinu og gráðostinum sem er ómissandi í sósuna. Passið bara að þynna hana ekki um of það á eftir að koma safinn af bringunum.
Rjúpan / Bringan sem er aðalmaturinn. Byrjað að steikja kl 17 á aðfangadag.
Er steikt á þurri rafmagnspönnunni, Bringan steikt á skipinu (sem er bringubeinið) það gefur meira bragð í kjötið. Leggið bringuna á hliðina svo kjötið steikist. Þegar kjötið losnar frá snúið á hina hliðina. Kryddið með maldon salti og grófmöluðum pipar úr kvörn ásamt smá af fín möluðum hvítum pipar yfir allar bringurnar. Síðan eru settar 4-5 tsk. af smjöri í pönnuna. Setjið lokið á þegar tikkar lækkið á 80° hita og látið malla í ca 30 mín þá er rjúpan klár.
Þegar rjúpan er klár er ca 1-2 cm af kjötsafa í rafmagnspönnunni og hann verður að fara í sósuna til að fullkomna hana.
Látið rjúpuna bíða á 60°hita með lokið á pönnunni á meðan þið fullgerið sósuna og berið síðan fram.
Það er ómissandi að setja smá slettu af þeyttum rjóma í sósuskálina á borðið.
Mig langar einnig að benda á frábært meðlæti með allri villibráð það eru soðnar perur í engu vatni í Saladmaster og eru þær æðislegar með rjúpunni og ómissandi orðið með öllum villifugli.
Ég get lofað að þessi aðferð klikkar ekki og þið uppgötvið villifugl upp á nýtt með því að nota Saladmaster aðferðina.
Hamborgarhryggur í 7 l. potti
Hryggurinn er soðinn í litlu vatni í 7 L. pottinum.
Athugið að biðja um að skera hrygginn í tvennt í búðinni ef hryggurinn er lengri en 28cm.
(potturinn er 28cm breiður).
Hrygginn má svo setja upp á rönd í pottinum ef um tvo hluta er að ræða.
Ef hryggurinn sleppur beint ofaní þarf hann ekki að vera upp á rönd. Sumum finnst gott að setja malt
og tómatpúrre eða rauðvín út í. Látið suðuna koma upp og lækkið síðan á lægsta hita og hafið í 90 mín
í heildina. Jafnvel má slökkva undir pottinum eftir 60 mín.
Alveg í restina er púðursykurblöndu smurt á hrygginn og ananassneiðum raðað yfir hann og hryggurinn settur inn í ofn. Látið vera í ofninum í 20 min á 180 gr. eða þar til ykkur finnst hryggurinn orðin brúnaður. Einnig má stilla á grill og hafa hann í 5-10 mín en fylgjast þá vel með honum
- Púðursykursblanda.
- 2 msk. Púðursykur
- sætt sinnep eftir smekk. (mæli með rúmlega matsk.)
- ananassafi, smá sletta
- Dion sinnep, grófkorna 1 tsk.
Hrært saman og látið standa í 10 min. fyrir notkun.
Hamborgarhryggur í ofnpotti
Uppskriftin er miðuð við 4 kílóa Hamborgarhrygg.
Hryggurinn er skolaður í vatni í stórum bala í ca 20 min, fyrir eldun.
Þetta er gert til þess að minka salt-áhrifin í honum en má sleppa.
Hann er síðan settur í botninn á Ofnpottinum (ekki með grind, án vatns).
- Gulrætur (í heilu)
- Laukur (skorin í báta)
- Rauðvín (1 dl)
Setjið þetta með hryggnum í pottinn og látið malla í ofni við hita 130 í 3 tíma og svo 150 í klukkutíma.
Alveg í restina er svo lokið tekið af og púðursykurblöndu er smurt á hrygginn og
ananas sneiðum raðað yfir hann.
Látið vera í ofninum í 20 min á 180 gr.
- Púðursykursblanda.
- 2 msk. Púðursykur
- Sætt sinnep eftir smekk. (mæli með rúmlega matsk.)
- Ananassafi, smá sletta
- Dion sinnep, grófkorna 1 tsk.
Hrært saman og látið standa í 10 min. Fyrir notkun.
Munið!
Það er nauðsynlegt að hita ofnpottinn aðeins inni í ofni fyrir eldun. Ca 10 min, væri gott.
Hreindýrakjöt og nautafile
Eftirfarandi á við allt betra kjöt af dýrinu sbr.file og lærvöðva.
Best er að nota Saladmaster rafmagnspönnuna og ef vöðvinn er stór er gott að verða sér úti um hátt lok á pönnuna. (H.Jacobsen) Áður fyrr notaði ég grillið til að elda svona kjöt en eftir að ég eignaðist Saladmaster finnst mér það vera miklu síðra að grilla vegna vökvataps á kjötinu við grillun.
Það er venja mín að leggja hreindýra- og nautakjöt í marineringu fyrir steikingu en það þarf alls ekki ef þú vilt það ekki en ég læt hana fylgja með.
Athugið að allt kjöt þarf að ná stofuhita fyrir steikingu við 230° til þess að það verði meyrt annars getur vöðvinn orðið seigur.
Marinering ( á við hvort sem er naut eða hreindýr)
- 1.dl olivuolia (ekki extra Virgin)
- 1.dl hlynsýróp (Maple)
- 1tsk. sítrónupipar
- 1tsk. blandaður gróf malaður pipar
- 1 tsk Maldon salt
Hellið yfir kjötið og snúið kjötinu á 30 mín.fresti í ca 4 tíma fyrir steikingu, látið kjötið standa á eldhúsborðinu.
Steiking
Hitið rafmagnspönnuna með lokið á (svo það hitni líka) Setjið vöðvann á þurra pönnuna og hann festist við. Þegar þið finnið að kjötið losnar frá snúið vöðvanum á alla kanta og brúnið (hafið rifu á lokinu).
Setjið lokið á og bakið kjötið munið að lækka þegar ventillinn tikkar. Mjög gott er að nota kjöthitamæli til að mæla hitastig í vöðvanum. Það er ómögulegt að segja hvenær kjötið er tilbúið nema vita fyrir fram hve vöðvinn er stór en gegnum steikt file sem er ca 1200 gr er ca 15 mínútur að gegnum bakast eftir steikingu en þetta fer líka eftir hvort þú ert að steikja file eða lærvöðva, en file er frekar þunn steik..
Sósa
Það kemur ekki mikill kjötsafi frá vöðva sem er ekki á beini en ef þið fáið bein með kjötinu er einfallt að gera soð úr þeim á sama hátt og soðið í rjúpu sósuna, beinin steikt og soðin í 3 tíma ásamt tilheyrandi.
En það kemur alltaf smá soð í pönnuna og má nota það til að bragðbæta eftirfarandi sósu.
- ½ liter Matreiðslurjómi
- 2 st Piparostur rifinn í kvörninni
- Soð úr pönnu eða # einn súputeningur
Látið malla þar til osturinn er vel bráðin saman við rjómann og borið fram.
Kalkúnn
Einfaldara gerist það ekki.
Ef þú átt ekki kalkúnapottinn frá Saladmaster myndi ég mæla með að þú fengir þér hann ef elda skal kalkún, og það getur þú gert á einfaldan ódýran hátt sem eigandi að Saladmaster eldunaráhöldum, með því að hafa samband við H.Jacobsen. s. 5550350
Fylling
- 4 skorpulausar brauð sneiðar (heilhveiti)
- 10 þurrkaðar ferskjur
- 1 appelsína skræld og skorin (má líka setja epli)
- 1 búnt af salvíu (fersk)
- 2dl appelsínuþykkni
- 2cl Grand mariner
- 10 sveskjur (steinlausar)
- Saltið og piprið smá
Allt er sett í 3ja lítra pottinn og látið malla og hrært vel saman þar til ávextirnir eru vel meyrir, troðið inn í kalkúninn og saumað vel fyrir með sláturnál eða lokað með stálpinna.
Aðferð við steikingu
Kalkúnn 4-6 kíló er smurður með matarolíu, nuddið hann vel eins og um einhvern náinn væri að ræða.
Notið uppáhaldskryddið á hann mér finnst Season All mjög gott á kalkún.
Setjið kalkúninn í pottinn og stillið ofninn á 175°. Reiknið með um 45 mínútur á kílóið í steikingu t.d. 5 kílóa kalkúnn er rúmlega 3- 3 1/2 tíma og bara tilbúinn. Það er munur að elda kalkún í pottinum og það þarf ekkert að ausa yfir allan tímann. Það þarf alls ekki frekar en þú vilt. Munið bara eitt gefið pottinum extra 10 mínútur við steikingartímann til þess að hitna í gegn. Reiknið steikinguna frá þessum 10 mínútum. Setjið 500ml vatni í pottinn í lok steikingartímans ef þið viljið kraft í sósu. Takið lokið af og stillið á hærri hita og grill síðustu 15 mín. til að fá brúningu.
Það sem þið sjáið upp úr pottinum koma er gylltur kalkúnn og mjög góður á bragðið.
Það sem þið sjáið upp úr pottinum koma er gylltur kalkúnn og mjög góður á bragðið.
Sósa
Gerið smjörbollu og þynnið með soðinu ásamt matreiðslurjóma, kryddið eftir smekk og bragðbætið með appelsínuþykkni og Grand Mariner. Ps. það á alltaf að vera ljós sósa með kalkún (ekki kjöt í myrkri)
Kjúklingur m/plómusósu
Innihald
Plómusósan:
- 1/2 bolli niðursoðnar plómur
- 1/2 teskeið niðurrifinn appelsínubörkur (keila nr. 2)
- 1 kramið rif hvítlaukur
- 2 matskeiðar sojasósa
- 2 matskeiðar appelsínusafi
- 1 teskeið kartöflumjöl eða maizena mjöl
Kjúklingurinn:
- 3 matskeiðar sojasósa, skipt niður til notkunar
- 4 matskeiðar kartöflumjöl eða maizena mjöl, skipt niður til notkunar
- 2 úrbeinaðar kjúklingabringur, skornar í teninga
- 1/4 bolli vatn
- Matarolíu sprey úr brúsa
- 1 matskeið sesam olía
- 1/2 bolli gulrætur skornar í teninga (keila nr. 2)
- 1/2 bolli sellerý, skorið í teninga (keila nr. 2)
- 1/2 bolli laukur, skorinn smátt (keila nr. 2)
- 1 matskeið niðurrifin engiferrót (keila nr. 1)
- 8 stór fersk salatblöð (iceberg eða annað sambærilegt)
Leiðbeiningar:
- Blandið saman öllu hráefninu fyrir plómusósuna í lítinn pott. Látið suðuna koma upp á miðhita (tikk), lækkið hitann og leyfið að krauma í 1 mínútu, en hrærið í allan tímann. Kælið.
- Í meðalstóra skál, blandið saman 1 matskeið sojasósu og 1 matskeið kartöflu/maizena mjöl, blandið kjúklingnum saman við þangað til að hann er vel þakinn. Leyfið að standa í 10 mínútur.
- Blandið saman afganginum af sojasósunni, mjölinu og vatninu og geymið til hliðar.
- Í 10 tommu Gourmet pönnunni, snöggsteikið kjúklinginn í matarolíu spreyinu, á miðhita í hærri kantinum í 2-3 mínútur eða þangað til að hann er ekki lengur bleikur í miðjunni. Takið af pönnunni og geymið til hliðar.
- Hitið olíu á sömu pönnu. Setjið gulræturnar á pönnuna og snöggsteikið í eina mínútu. Bætið þá við selleríinu, lauknum og engiferrótinni. Snöggsteikið í 2 mínútur, blandið þá kjúklingnum saman við og sojasósu mixtúruna. Eldið áfram en hrærið í á meðan sósan nær suðu og þykknar. Kælið síðan.
- Til að bera fram, setjið u.þ.b. 1/4 bolla af mixtúrunni á salatblað. Setjið eina teskeið af plómusósunni ofan á og vefjið salatinu utan um fyllinguna til að loka.
Kjúklingalasagne
fyrir 4
Matr.tími ca 40 mín.
Má frysta
Notið 11” pönnu
- 350 gr kjúklingabringur ( skornar í smáa bita)
- 450 gr púrrulaukur skorinn í fína strimla
- 1 dós hakkaðir tómatar
- 2 msk tómatpúrre
- 1 msk fínt skorin basilika
- 8 lasagnablöð (pasta) (Það flýtir fyrir að leggja þau í bleyti í heitt vatn)
- 25 gr parmesanostur
- pipar og salt eftir smekk
Sósa á milli
- 3 ½ dl léttmjólk
- rifinn fitulítill ostur (11%)
- Maizena sósusterkja
- Hitað upp í 1 lítra pottinum
Þurrsteikið kjúklinginn aðeins á pönnu í ca 3-5 mín.
Blandið saman púrrulauk, hökkuðu tómötunum, tómatpúrre, basilkunni.
Saltið og piprið.
Setjið kjúklinginn út í sósuna.
Leggið blaut lasagnablöð í 11” pönnuna og setjið sósuna með kjúklingnum í og
setjið pastablöð yfir þar ofan á hvítu sósuna og rifinn ost (parmesan).
Gott með fersku salati.
Mexíkanskur partíréttur
Innihald
- 1 kg nautahakk
- 1 dós salsasósa
- 1 dós sýrður rjómi 10%
- 1 dós ostasósa
- 1 dós Guacamolesósa
- 1 poki tortilla kökur
- 1 poki rifinn ostur
- 2 msk fajitas krydd
- 2 msk taco krydd
Nautahakkið sett í sigtipottinn, vatn í neðri pottinn og eldað. (Blóðvökvi og fita rennur í neðri pottinn). Sé hakkið frosið þá tekur það ca 10-15 mín. Nautahakkið síðan brúnað á þurri pönnu og kryddað.
Hakk sett neðst í rafmagnspönnuna svo tortillakökur með ostasósu, sýrðum rjóma og salsasósu og guacamole og hakk o.s.frv. Það er endað á hakki og rifinn ostur þar ofan á.
Pannan sett á 175°C og beðið eftir tikkinu og lækkað á lægsta hita. Tilbúið á ca 30 mín. eftir að búið er að lækka. Gott að hafa sósurnar með til hliðar og tortillas snakk.
Thailenskur réttur með ostrusósu
Það er fitulausa aðferðin enn og aftur.
Í þennan rétt skiptir ekki máli hvaða kjöt þú notar og reyndar í allar asískar uppskriftir. Veldu bara það sem þú átt til í frystinum og mundu að allt kjöt getur þú steikt frosið.
Það sem þarf í réttinn
- 400 gr kjöt skorið í strimla
- 3 rif hvítlaukur
- ½ tsk pipar
- 1 tsk strásykur
- Valfrítt grænmeti skorið í strimla. T.d. paprika, púrrulaukur, gulrætur, brokkoli.
- 4 msk Oyster sauce – til í nokkrum merkjum
Kjötið og hvítlaukurinn steikt saman restinni bætt út í og stillt á miðhita þegar tikkar lækka í minnsta hita látið malla í 20 mín.
Borið fram með Jasmín hrísgrjónum.
ATH. Sykurinn er ómissandi í thai matargerð það er óhætt að setja smá salt í þann mat sem inniheldur ekki fiskisósu þar sem hún er svo sölt.
Thailenskur karrýréttur
Ég nota alltaf fitulausu aðferðina og langar mig að benda þeim sem gera asískan mat í Saladmaster á það sama. Einnig langar mig að benda ykkur á að fara í asíska verslun og kaupa fiskisósu þar og heitir hún “Nam Pla” einnig karrý mauk í karrý sósuna “Me Ploy” þar fáið þið einnig “Piri piri” chili sem er thailenskur chili pipar og er bestur í thai matinn (líka sterkastur) jafnframt ferskt sítrónugras. Sykurinn er ómissandi í uppskriftirnar en við notum bara lítið, það er ekki vani að krydda mikið með kryddum heldur notast við ferskar kryddjurtir eins og koriander og ýmsar sósur. Við notum smá salt ef vill en aldrei MSG eins og asískir matreiðslumenn gera gjarnan.
Það sem þarf í réttinn
- 1 stk kjúklingur skorin í bita og skinnhreinsaður
- 1 dós kókosmjólk (létt)
- 1 msk karrymauk “Me Ploy” (ef önnur sort k.meira)
- 1 msk fiskisósa
- 1 st chili “piri piri” (annars heill stór án kjarna)
- 4 greinar af kóríander smátt hakkað. ferskt
- 1 tsk strásykur
- 1 stk rauð paprika skorin í þunna strimla
Aðferð: kókosmjólk og karrýmaukið sett í pott á miðhita og restinni einfaldlega bætt út í og er kjúklingabitunum bætt í að síðustu og látið malla (eftir tikkið) í 30 mín á minnsta hita.
Borið fram með hrísgrjónum og thailensku salati.
Asískur matur
Það skal tekið fram enn og aftur legg ég mikla áherslu á fitulausa matargerð í Saladmaster eldunaráhöldunum, og þar sem asísk matargerð einkennist af mikilli olíunotkun vil ég benda á að það er ástæðulaust að nota olíu í asíska matargerð þegar við notum Saladmaster “eldun”.
Það er gaman að nota litlu Saladmaster Wok pönnuna og hana getur þú eignast á ódýran hátt sem Saladmaster eigandi hafðu bara samband. ( kynntu þér það hjá H.Jacobsen)
Thailenskur kjúklingur
Fyrir fjóra.
- 3 st kjúklingabringur
- 3 greinar af fersku kóríander
- 1 dl Fiskisósa (blue dragon)
- 1 tsk strásykur
- ½ tsk pipar
- 1 st Chilipipar
- 1 st Paprika
- ½ Succini
- 10 cm Blaðlaukur
- 4 rif Hvítlaukur
- 3 cm Engifer (ferskt)
- ½ bolli casew hnetur (saltaðar og ristaðar)
Munið: steikið kjúklinginn á þurri pönnu ásamt engifer og hvítlauknum þar til hann hefur lokað sér. Hreinsið kjarnann úr chilipiparnum (hálfur kannski svona fyrir óvana). Skerið allt grænmetið í strimla (það gera thailendingar) setjið allt ofan á kjötið og fiskisósuna út í, stráið casew hnetunum yfir allt saman og smátt saxið koriander ofan á.
Setjið lokið á pönnuna, miðhita og lækkið þegar tikkar og látið malla í 20-25 mín.
Borið fram með Jasmin hrísgrjónum og thailensku salati, ef vill þá er gott að hafa “sweet sour” chili sósu með hrísgrjónunum.
Thai salat
Það gerist ekki einfaldara.
Það er hvítkál skorið í strimla, agúrka skorin í þunna strimla og gulrætur skornar í þunna strimla eftir endilöngu.
Raðað á disk og nagað með matnum.
Þetta grænmeti kælir ef maturinn er sterkur.
Lambafille
Lambafile ókryddað (best auðvitað ef það hefur aldrei frosið- fæst oft á góðu verði í Krónunni)
Krydda með best á lambið eða góðu lambakryddi frá pottagöldrum (skiptir ekki mál). En ég krydda ekki mjög mikið. Læt kryddið liggja á kjötinu í ca eina klst., fyrir steikingu
Hita 9 eða 11 tommu pönnu þar til hún er vel heit (prufa með því að skvetta smá vatni og ef það frussar af pönnunni er hún tilbúin). Snöggsteiki kjötið á öllum hliðum (þar til það losnar frá pönnunni) engin fita notuð
Lækka á pönnunni og helli hálfu rauðvínsglasi yfir kjötið og set lokið á (ef ekki er notað vín þá er mjög gott að nota annað hvort krækiberjasaft eða bláberjasaft, ég hef prufað það líka)
Nota svo kjöthitamæli til þess að sjá hvenær kjötið er tilbúið. Einnig er hægt að taka stærsta bitann af pönnunni og skera hann í sundur eftir svona 10 mín steikingartíma og þá sérðu hvort þú vilt hafa kjötið aðeins lengur eða ekki.
Með þessu hef ég kartöflugratínið eða bara kartöflur nýteknar úr garðinum og bara soðnar.
Ferskt lambhagasalat (nota ekki hníf á það – ríf það niður í skál) og set smá ólífuolíu
og tómata ef vill það kemur smá soð af kjötinu og ég hef hellt því í 1líter pottinn og sett pinku matreiðslurjóma út í og smá vatn og hitað þetta augnablik og það er komin sósa – það má líka nota sýrða rjómann 10% einnig nota ég oft sýrðan rjóma 10% með og set þá eitthvað skemmtilegt út í hann, t.d. skorna gúrku eða ríf niður eina gula papriku eða eitthvað slíkt.
Svínakjötsréttur frá Filippseyjum
Innihald
- 1 kg svínalundir (eða annað beinlaust svínakjöt)
- 2 laukar, rifnir í kvörninni
- 1-2 msk karrí (madras)
- ½ lítri soð
- 1 rauð paprika, söxuð eða rifin í kvörninni
- 1 græn paprika, söxuð eða rifin í kvörninni
- 1-2 msk rifið engifer eða engifersduft minna magn
- 2-3 pressuð hvítlauksrif eða duft
- 2 dl mjólk eða kaffirjómi
- 1-200 g rjómaostur
- salt og svartur pipar
- 2 bananar, sneiddir
Skerið kjötið í litla bita og brúnið í rafmagnspönnu. (Athugið að steikja kjötið í tveimur skömmtum). Setjið til hliðar. Látið lauk og karrí krauma í smjörklípu við vægan hita í nokkrar mínútur á sömu pönnu. Bætið soði, papriku, engiferi, hvítlauk og mjólk út í. Fáið suðuna upp og látið malla í 5 mín. Bætið rjómaostinum út í (ekki öllum þ.s. hann þykkir sósuna og ekki er víst að þörf sé á honum öllum) og hrærið í þar til hann hefur jafnast út. Bætið kjötinu í og látið malla smástund. Smakkið til með salti, pipar og jafnvel karríi og engiferi. Bætið bananasneiðunum út í og berið strax fram með soðnum hrísgrjónum.
Þessi uppskrift er úr Ostalist og er stílfærð fyrir Saladmaster potta.
Kjúklingaréttur m/nachos
Innihald
- 3 kjúklingabringur
- tacosnakk eða nachos
- 1 dós rjómaostur
- 2 dósir salsasósa
- ostur
Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið á 11” pönnunni. Bræðið saman rjómaostinn og salsasósuna í 2 lítra potti/8,6” pönnu. Setjið snakk í botninn á kalda rafmagnspönnuna, steiktar bringur yfir og sósuna yfir allt saman. Rífið niður ost og setjið yfir. Stillið pönnuna á 160°. Þegar tikkar lækkið þá í ca 80-90°og látið malla í um 15 mínútur. Fljótlegur og góður réttur.
Tandoori kjúklingaréttur
Fyrir 3-4
1 kjúklingur soðinn
1/2 lítri af jógúrt (blanda 2 msk af kornsterkju saman við 2 msk vatn og blanda því saman við jógúrtið) (ath í upprunalegu uppskriftinni var rjómi)
100-200 gr mango chutney.
50-75 gr möndluflögur
2-3 bananar
3 matskeiðar af tandoori kryddi og 2 af karrí (indverska kryddið frá Rajah)
Aðferð:
Allt kjöt rifið af kjúklingnum og sett í rafmagnspönnuna. Bananarnir eru sneiddir niður og þeim raðað ofan á. Jógúrtinni er hrært saman við mango chutneyið í meðalstórri skál. Tandoorikryddið og karrí sett út í þannig að sósan verði ljósrauð. Þessu er svo hellt yfir kjúklinginn. Möndlunum dreift ofan á. Hitað í u.þ.b. 10-20 mín í forhituðum ofni við 180-200°C. Eða bakað í rafmagnspönnunni fullan hita lækk við tikk í ventli í 90° og bakast í 20 mín. Það er mjög gott að hafa ferskt salat, grjón (hýðishrísgrjón eða bygggrjón) og heitt, gróft snittubrauð, með þessum rétti.
Marokkó kjúklingur á CousCous
Fyrir 4
Tími.ca 30 mín. Má frysta.
- 4 kjúklingabringur ca 125 gr.stk
- 2 hvítlauksgeirar, rífið fínt
- 2 msk skorin mynta (fersk)
- 1 sítróna, safinn kreistur og
- börkurinn rifinn fínt
- ½ tsk kanel
- 1 tsk sykur
- 1 tsk olivuolía
- 3 1/2 dl. CousCous
- 3 1/2 dl grænmetiskraftur (sjóðandi)
- 100 gr. fínt skornar þurrkaðar aprikósur
- 2 msk. fínt skorin steinselja
- 150 gr kúrbítur (rifin m.hníf 2)
- salt og pipar að smekk.
- Skerið í bringurnar rauf að ofan ekki skera í gegnum vöðvann. Blandið hvítlauk, myntunni, sítrónuberkinum, sítrónusafa, kanel, sykur og olíu saman og setjið vel yfir bringurnar og marinerið í 30 mín í ísskápnum.
- Setjið couscous í skál og hellið grænmetiskraftinum yfir og blandið saman. Er tilbúið eftir ca.15-20 mín.
- Forhitið pönnu. Steikið bringurnar á báðum hliðum lokið á. Tikk TIKK lækka og bakið í ca 10-15 mín.
- Setjið couscous á diskinn og bringuna ofan á. Borðist með fersku salati.
Mexíkósk súpa
Innihald
- 2 dósir niðursoðnir tómatar
- 1 l. tómatsafi (má vera meira – fer eftir magni)
- 1 kjúkingateningur
- ½ – 1 tsk Chili krydd
- ½ – 1 tsk Cayenne pipar
- 2 tsk Worchester sósa
- 1 chili pipar (ferskur)
- 3 laukar
- 3 kjúklingabringur
- 1 l. vatn (eða meira fer eftir því hversu sterk súpan á að vera)
- svartur pipar
- salt
Meðlæti:
- sýrður rjómi
- rifinn ostur
- Santa Maria tortillaflögur
- Guacamole
Skera bringurnar í minni bita og steikja svo. Setja þær til hliðar eða steikja á pönnu og bæta út í um leið og grjónin. Skella öllu í pottinn (7 lítra) og láta malla í 2-3 klst verður bara betra eftir því sem þetta síður lengur. Til að þykkja hana aðeins er gott að setja lúkufylli af hrísgrjónum út í síðasta klst. Þegar kjúklingasúpan er tilbúin er meðlætið sett út á hvern disk fyrir sig.
Mexíkósk súpa II
Innihald
- 400 gr. kjúklingakjöt (ca 3 bringur í litla bita)
- 1 msk smjör
- 1 stk laukur
- 6 stk plómutómatar skornir smátt
- 100 g blaðlaukur smátt saxaður
- 1 rauð paprika smátt söxuð
- 1 stk grænt chili fínt saxað
- 2 tsk paprikuduft
- 3 msk tómatpúrra (ein lítil dós)
- 1,5 l kjúklingasoð (vatn+teningur)
- 2 dl salsasósa
- 100 g rjómaostur
meðlæti í súpuna
sýrður rjómi, guacamole, rifinn ostur og nachos-flögur
Aðferð:
Steikið kjúklinginn á forhitaðri pönnu. Setjið smjör í kaldan 5 l eða 7 l pott og steikið laukinn, blaðlaukinn, paprikuna, chili og tómatana upp úr því. Bætið steikta kjúklinginn saman við. Bætið í paprikudufti og tómatpúrru, blandið vel saman. Hellið saman við kjúklingasoðið og látið sjóða í 15-20 mínútur við vægan hita. Bætið salsasósu í súpuna ásamt klípum af rjómaostinum.
Látið sjóða í 3-4 mín. við vægan hita. Berið súpuna fram með sýrðum rjóma, guacamole, rifnum osti og flögum.
Sænskar kjötbollur
1 kg nautahakk (ca f.4-5 pers)
1 stór rauðlaukur
1-1/2 dl.brauðrasp (ekki paxó rasp)
1 tsk Himalayja salt
1 tsk malaður svartur pipar
2 egg
Rífið laukinn með hníf no 2 í kvörninni. Setjið hakkið og allt annað í hrærivél og látið blandast vel. Hakkið verður skemmtilegra að rúlla í bollur ef þetta er hrært í vél. Gott er að vera í latex hönskum þegar bollurnar eru rúllaðar og gerið litlar bollur ca 2-3 cm. (tekur 13 min)
Hitið Saladmaster rafmagnspönnuna í 230° og þegar punkturinn er hættur að blikka þá er pannan orðin heit. Raðið bollunum í (byrjið við kantinn og raðið inn á við). Snúið fyrstu bollunum þegar pannan er full. Ef þær eru ennþá fastar þá leyfa þeim að steikjast aðeins lengur (gott að nota 2 gaffla til að snúa bollunum). Þegar búið er að snúa við öllum þá setjið lokið á og við „tikk“ lækkið í 90° og bakið í 10 min. PS: alltaf að reikna tímann frá tikki og þegar lækkað er á pönnunni.
Sósa: Takið bollurnar úr rafmagnspönnunni hækkið hitann upp til 230°. Hellið matreiðslurjóma eða mjólk í pönnuna hrærið upp kjötkraftinn í pönnunni. Þykkið með smá „Maizena sósujafnara“ eða hveitijafning og bragðbætið með nautakrafti ef þarf. Lækkið í 90° þegar suðan er u.þ.b.að koma upp og setjið bollurnar aftur í pönnuna.
Kartöflumús: Skrælið kartöflurnar skerið í grófa bita (eða rífið með hníf no 3 það styttir suðutímann mikið). Sjóðið kartöflurnar i ca 2 mm af vatni í Saladmaster potti. Setjið slettu af smjöri í hrærivélaskálina og síðan kartöflurnar og hrærið. Bætið í salti og pipar /sykur ef vill.
Meðlæti: Lyngonsylt/ Týtuberjasulta
Kjúklingasalat
· 2-3 kjúklingabringur, skinnlausar
· 2 msk. hunang
· ½ bolli jómfrúarolía (1 dl)
· 2 msk. dijon sinnep
· ½ bolli söxuð steinselja
· 1 tsk. salt
· pipar eftir smekk
· 3 msk. sesamfræ
· 1 bolli furuhnetur
· Sett á salatbeð t.d klettasalat, spínat eða veislusalat ásamt smá rauðlauk, konfekttómatum og agúrku.
Steikið kjúklingabringur á þurri forhitaðri pönnu. Blandið saman hunangi, ólífuolíu, sinnepi, steinselju, pipar og salti og smakkið (mjög mikilvægt). Ristið sesamfræ og furuhnetur á pönnu. Skerið kjúklinginn í litla bita og blandið saman við sósuna. Látið standa í a.m.k. 45 mín.
Setjið kjúklinginn og sósuna á salatið og blandið vel, stráið ristuðum hnetum og sesamfræjum yfir. Berið fram með snittubrauði og góðu víni ef maður vill t.d. þurru hvítvíni.
Sterkur indverskur
2 meðalstórir laukar, fínt saxaðir
2 hvítlauksrif, kramin,
2-4 msk. olía, til steikingar,
500 g kjúklingabringur eða (hakk eða sleppa kjöti og nota grænmeti)
3 msk. Hot Madras karrý (eða 2 msk. sterkt og 1 msk. milt)
300 ml. vatn,
2-3 msk. Mango chutney,
1 msk. rifinn engifer,
1-2 msk. sítrónu eða limesafi,
salt að smekk.
Aðferð:
Mýkja lauk, hvítlauk og engifer á pönnu, bæta kjöti og karrýi út í og steikja, bæta vatni við, tómatþykkni, sítrónusafa og mangói. Láta malla þar til kjötið er soðið, hræra í öðru hverju.
Með þessu eru borin fram jasmín hrísgrjón og nýbakað brauð eða nanbrauð.