Fiskur

Sveppasúpa m/rækjum

Hráefni

 • 400 gr. sveppir, gott að nota t.d. kastaníusveppi
 • 3 msk. smjör
 • 1 l. vatn
 • 3-4 tsk. kjötkraftur
 • 4 msk. hveiti, hrært út í köldu vatni
 • 150 gr. rækjur
 • 2 msk sérrí
 • 1 tsk. dill
 • 2 msk. steinselja
 • 1 eggjarauða
 • 1 dós (180 gr.) hrein jógúrt
 • steinselja til skreytingar
 • 1 dl. rjómi
Leiðbeiningar 
Brúnið sveppina í smjörinu í u.þ.b. 5 mín., bætið vatni og krafti í og jafnið með hvetijafningnum. Látið sjóða vel og hrærið stöðugt í. Kryddið með salti og pipar. Setjið rækjur, sérrí og dill útí.
Hitið þar til rækjurnar eru heitar.
Þeytið saman eggjarauður og jógúrt og blandið við súpuna. Setjið rjómann að lokum í og hitið en sjóðið ekki. Stráið steinselju yfir til skeytingar.

Fiskréttur á WOK pönnu (eða annarri pönnu)

Hráefni

 • 1 ½ kg lúða (hvaða fisk sem er)
 • 200 gr. gulrætur (6 vænar)
 • 1 bolli púrrulaukur
 • 1 rauðlaukur
 • ½ krukka sólþurrkaðir tómatar
 • 2 epli
 • 1 ½ paprikur (gul,rauð og græn)
 • 1 dós kókosmjólk
 • 200 gr. smurostur (t.d. blaðlauks)
 • ¼ l. rjómi
 • 3 msk mango chutney spicesósa

Aðferð

Fiskurinn skorinn í teninga og kryddaður með sítrónupipar, ferskri sítrónu og soja.  Fiskurinn svissaður í örlitlu smjöri, tekinn af og geymdur til hliðar.  Grænmetið og eplin svissuð á pönnunni, tekið af og geymt til hliðar.  Síðan er kókosmjólkin, rjóminn, smurosturinn og mangóið látið malla saman á pönnunni.  Þá er grænmetið sett út í og síðast fiskurinn.  EKKI hræra eftir að fiskurinn er kominn út í.  Hita fiskinn smá stund á pönnunni og rétturinn er tilbúinn.

Suðrænn fiskiréttur

Hráefni

 • 2 bollar hrísgrjón
 • 600 gr. Ýsuflök
 • 100 gr. Hveiti
 • 200 gr. Sveppir
 • ½ dós ananasbitar
 • 8 msk majones
 • 3 tsk karrý
 • 2 dl ananassafi
 • Salt og pipar
 • Rifinn ostur

Aðferð

Sjóðið hrísgrjónin samkv. leiðb. á pakka. Roðflettið ýsuna og skerið í hæfilega bita. Blandið saman hveiti, salti og pipar og veltið fiskinum upp úr því. Léttsteikið fiskinn í smjöri eða canolaolíu.

Spreyið kalda rafmagnspönnuna með pam sprayinu. Setjið soðin hrísgrjónin í botninn og raðið fiskinum ofan á. Skerið sveppina í sneiðar og raðið þeim og ananasbitunum ofan á fiskinn.

Kryddið majonesið með karrý og blandið ananassafanum varlega saman við. Hellið sósunni yfir réttinn. Rífið ostinn og stráið yfir. Pannan sett á miðhita og beðið eftir tikkinu þá er lækkað á lægsta hita. Bakað í pönnunni í 10-15 mín. Ef þú vilt að osturinn sé brúnn stingið pönnunni örsnöggt undir grillið í ofninum.

Fiskur – góð ráð

Að sjóða fisk er það einfaldasta sem hægt er að elda í Saladmasterpottunum.

Þú einfaldlega leggur fiskinn í pönnuna eða pottinn í hæfilegum bitum, saltar smávegis ef þú vilt og setur lokið á. Stillið hitann á miðhita. Setjum aldrei vatn í pottinn, mundu það, undantekningar á þessu er siginn fiskur, saltfiskur og skata. Þegar ventillinn tikkar er í lagi að slökkva undir og bíða í 3 til 4 mínútur og borða svo.

Ef elda á silung er hann skorinn í þvera bita og leggið sárið niður. Þetta á einnig við um lúðu og allan annan fisk. Þegar fiskur er soðinn í Saladmaster þá útvatnar hann sig og það verður heilmikill safi í pönnunni. Það er gott að nota safann sem sósu og sleppa smjörinu.

En gamli góði fiskurinn steiktur í raspi er góður endrum og sinnum. Þá verðum við að nota smjör eða grænmetisolíu, því raspurinn verður að fá fitu.

MUNDU að setja smjör á kalda pönnu og kveikja svo undir þetta á einnig við olíuna.

Framandi fiskréttur

Hráefni

 • 800 gr. Fiskflök
 • 2 tsk salt

Sósa

 • 4 dl. Hrein jógúrt
 • 2 msk hveiti
 • 4 dl kókosmjólk
 • 2 grænmetisteningar
 • 4 tsk karrý
 • 2 tsk garam masala
 • 1 dl mjólk

Aðferð

Skerið fiskinn í hæfilega bita og saltið. Blandið saman á pönnu öllu sem á að fara í sósuna og hrærið vel. Látið suðuna koma upp og lækkið hitann. Raðið fiskbitunum í sósuna og látið malla í 5-7 mín.   Berið fiskinn fram á pönnunni, hrísgrjón og salat með.

Fiskisúpa

Hráefni

 • Fiskur af eigin vali t.d. þorskur, ýsa, lax
 • 1 vænn laukur skorinn í sneiðar og brytjaður gróft
 • 1 rauð paprika skorin í þunnar sneiðar langsum
 • 1 chilipipar  (setja smá af fræjunum)
 • 1 vænn biti af púrrulauk (græna hlutanum)
 • 1 tsk red curry paist
 • 3 dósir kókosmjólk

Aðferð

Þetta er svitað í pottinum þar til grænmetið er mjúkt í ca einni barnamatsk.af góðri olíu eða gamla góða smjörinu sem er best. Kókosmjólkinni hellt út í og látið malla smá stund (ekki nota light í súpur vegna þess að þá skilur hún sig). Fiskurinn (í smá bitum) settur út í að lokum í nokkrar mínútur.

Ath. reiknið 1/2 dós á pr.person 3 dósir ca 6 manns en fer reyndar eftir magni af fisk.

Fiskur með osti

Hráefni

 • 800 gr laxaflök eða silungsflök
 • 1 msk timjan
 • 1 msk grænmetiskraftur (1 teningur)
 • 2 stk hvítlauksgeirar
 • 3 msk ólífuolía
 • 200 gr ferskt spínat
 • nýmalaður pipar
 • 250 gr geitaostur eða camenbert
 • 4 msk hunang
 • 1 tsk maldon salt

Aðferð

Roð- og beinhreinsið laxinn og skerið í um 5 cm bita. Setjið laxabitana í skál og stráið timjani (eða annað sambærilegt krydd) og grænmetiskrafti yfir. Afhýðið og pressið hvítlauk og hrærið saman við ólífuolíuna. Hellið hvítlauksolíunni yfir laxinn. Blandið spínatinu saman við og kryddið með pipar. Skerið ostinn í hæfilega stóra bita og blandið saman við ásamt hunangi. Setjið allt hráefnið, nema salt í rafmagnspönnuna og stillið á 175°. Lækkið í 90° þegar tikkar. Tilbúið eftir ca 10 mín. Stráið maldon salti yfir um leið og rétturinn er borinn fram. Með þessu eru hafðir kartöflubátar steiktir á pönnu með smá olíu og kryddi eftir smekk t.d. sítrónupipar.

Tillaga: Sleppið olíunni og setjið bara smá grænmetissoð ca ½ -1 dl.

Humarsúpa

Hráefni

 • 500 g humar í skel
 • 3 stk fiskiteningar
 • 3 stk meðalstórar gulrætur
 • 2 stk hvítlauksrif
 • 2 l vatn
 • 1 stk laukur
 • 1 stk paprika, græn
 • 1 l rjómi (má líka nota matreiðslurjóma)
 • ljós sósuþykknir
 • smjör til að steikja skeljarnar

Aðferð

Skelflettið og hreinsið humarinn, Brúnið skelina í potti ásamt hvítlauknum við vægan hita. Bætið vatni, gróft skornum lauk, papriku og gulrótum út í og látið krauma í 10 klst. (í lagi að hafa tímann eitthvað styttri í Saladmaster potti). Sigtið soðið og bætið fiskikrafti út í. Þykkið soðið með ljósum sósuþykki eftir smekk og bætið svo rjómanum saman við. 15 mín áður en súpan er borin fram er humarinn settur út í. Passið að súpan sjóði ekki eftir það, humarinn á bara að hitna í gegn. Berið þessa ljúffengu súpu fram með hvítlauksbrauði sem fengið hefur að hitna í ofni á meðan humarinn verður til. Hægt er að útbúa soðið með nokkrum fyrirvara og geyma í frysti.

Uppskrift fyrir 6-8 manns.

Léttsaltaður þorskhnakki

 1. 5-6 manns

ca 1 kg léttsaltaður þorskhnakki

hveiti

1-2 hvítlauksrif

smjör til að steikja

½ – 1 rauð paprika

½ – 1 laukur

ca 100 g sveppir

2 dósir pipar/hvítlauksrjómaostur

1 grænmetisteningur (má sleppa)

hrísgrjón eða kartöflur

Bræða smjör á pönnu og hvítlaukurinn pressaður út í.  Þorsknum velt upp úr hveiti og skellt á pönnuna á fiskhliðina. Best að hafa talsverðan hita á pönnunni (einum yfir meðalhita eða ca 200-210°C á rafmagnspönnunni).  Hann er hafður þannig í ca 2 mín eða þangað til að kominn er smá gljái á hann.  Þá er honum velt yfir á roðið og hitinn á pönnunni lækkaður, lokið sett yfir.  Þegar tikkar lækka á lægsta (eða um 80°C á rafmagnspönnu) og þorskurinn látinn malla þangað til hann er tilbúinn.

Sósan:

Grænmetið skorið í bita og steikt saman á pönnu eða potti.  Rjómaostinum er síðan bætt út í og 1 teningi leystum upp í vatni.  Alla vega þarf að þynna sósuna aðeins.

Borið fram með hrísgrjónum eða kartöflum og salati.

Sjávarréttalasagne

Spergilkál

Gulrætur

Laukur

Sveppir

Spínat

1 krukka Dolmio rjómasósa

ca 300 gr humar/lax/lúða

250 gr rækjur

lasagneplötur

ostur

Grænmetið rifið niður í skál og sett í botninn á rafmagnspönnu.  Ágætt að leggja lasagneplötur í bleyti, en ekki nauðsynlegt.  Spínat yfir síðan lasagneplötur og helminginn af sósunni.  Grænmetisblandan, humar/lax og lasagneplötur, meira grænmeti, spínat og loks rækjur.  Rifinn ostur sett yfir að lokum.  Athugið að hafa rækjur og humar þýddar og eins má setja annan físk (t.d. lax – skera hann þá í þunnar sneiðar) með eða sleppa öðru hvoru.  Stilla rafmagnspönnuna á 160° og lækka við tikkið í 90°.  Látið malla á þeim hita í ca 20 mínútur.  Berið fram með hrásalati.