Eiginleikar & Kostir

1
2
3
1

Virkar vel á öllum eldavélum

Fallegar og nútímalegar vörur okkar munu halda glans sínum um ókomin ár. Vörurnar eru sérstaklega hannaðar til að virka jafn vel á hvaða yfirborði sem er, hvort sem eldað er á gas-, span-, keramikhellu. Jafnvel í ofni eða yfir opnum eldi!

2

Jöfn hitadreifing

Sérstök hönnun á lögun og samsetningu Saladmaster pottanna sér til þess að hitinn dreifist jafnt um allan pottinn, einnig upp mð hliðum hans. Þetta er leyndardómur framúrskarandi eldamennsku!

3

Verndar bragðið

Saladmaster eldunarvörur eru samsettar úr 316Tin ryðfríu stáli, fyrsta flokks efni sem bregst ekki við sýrum og ensímum í matnum. Það, í bland við eldunaraðferðir okkar, verndar hreinleika og bragð hráefna sem þú notast við og gefur af sér betri og hollari mat í hvert sinn.

Njóttu bragðsins án óþarfa fitu 

Þar sem engin þörf er á að bæta við smjöri, olíu eða annari fitu til að bragðbæta matinn verða uppskriftirnar hollari án þess þá að þú þurfir að fórna því bragði sem þú sækist eftir. Vapo-ventillinn skapar kjör aðstæður fyrir matinn og sér til þess að hann glati hvorki bragði né næringu.

1
2
1

Auðvelt og þæginlegt að hella

Eldamennska getur verið subbuleg en með Saladmaster þarf það ekki að vera raunin. Brúnin á eldunarvörum Saladmaster er hönnuð á þann hátt að auðvelt er að hella vökva úr þeim. Ekki dropi til spillis.

2

Framreiðsla

Þæginlegt er að halda um Versa Loc™ höldurnar okkar og þar sem einfalt er að smella þeim af er auðvelt að færa pottinn af hellu og beint inn í ofn. Þannig lítur potturinn einnig vel út á hvaða veisluborði sem er, auk þess sem hann heldur matnum heitum.

© 2020 H. Jacobsen ehf | Reykjavíkurvegi 66 2. hæð | 220 Hafnarfirði | Kt: 630404-2230 | Vsk nr: 82657 | Sími 555 0350 | Fax 555 0340 | Tölvupóstur eldamennska@eldamennska.is