Brauð
Rúgbrauð (óseitt)
Brauðið bakað í Saladmaster potti 2,8 l.
- 4 bollar Rúgmjöl
- 2 bollar Heilhveiti
- 1 bolli Síróp
- 4 bollar Súrmjólk
- 2 tsk. Natron
- 3,5 tsk. Salt
Aðferð
Þetta allt hrært varlega saman ( ef notuð er hrærivél þá á minnsta hraða ).
Degið er síðan sett í Saladmaster pott 2,8 ltr. Sem búið er að úða með PAM
Og svo inní ofn sem er 200 gráður í 40 mín.
Ofninn síðan lækkaður í 100 gráður og haft í ofninum í 4 klst.
Brauðinu síðan hvolft á grind og látið kólna.
Speltbrauð
Innihald
- 6,25 dl. Spelthveiti (2 1/2 bolli)
- 2 1/2 tsk Vínsteinsduft
- 1/2 til 1 tsk Maldonsalt
- 1 mtsk Ólífuolía
- 1 mtsk Hlynsíróp
- 1 Egg
- 1 bolli Sojamjólk eða Vatn
- Graskersfræ/sólblómafræ/kúmen og rúsínur (frjálst val)
Aðferð
Potturinn hitaður á 1-2 á meðan maður er að blanda saman. Þurrefnum er blandað saman, egg olía og síróp sett út í. Öllu hrært saman og sojamjólkinni bætt í smátt og smátt. Spreyja með pamspreyi og setja deigið í pottinn, tilbúið á 30 mín.
(Þetta er gert alveg eins og með kökuna.)
Pizzadeig
Innihald
- 1 bréf þurrger
- 2 msk olía
- 500 g hveiti
- 4 dl vatn
- 1/2 msk salt
Aðferð
Blandið hveiti, salti og þurrgeri saman, því næst er olífuolíunni og volgu vatni bætt í. Hnoðið allt saman í deig. Látið hefast undir handklæði í ca 30 mínútur.
Á meðan deigið er að hefast er um að gera að undirbúa það sem fer á pizzuna, t.d. rífa niður grænmeti og ost í kvörninni, verka hakk í sigtispottinum o.s.frv.
Fletið deigið út þunnt (ca 2 mm) og skerið það til eftir lokinu á pönnunni. Ath að þetta deig er fyrir 4 botna, hægt að setja rest inn í ofn.
Setjið pizzadeigið á kalda rafmagnspönnuna. Setjið pizzasósu á botninn og fyllinguna ofan á. Stillið á 170° og bakið í 10 mín. og slökkvið. Bíðið í aðrar 10 mínútur áður en þið skerið pizzuna.
Gott er að hafa með þessu hvítkálssalat. Sjá undir grænmeti.
Heilsubrauð
Þessi uppskrift er fyrir eitt brauð.
- 3 dl speltimjöl
- 3 dl haframjöl
- 1 kúfuð matskeið kúmen
- 1/2 teskeið maldon salt
- 11/2 dl önnur fræ; sólblóma, hörfræ eða graskersfræ eða blanda af þeim öllum.
- 3 tsk lyftiduft
- 2 1/2 dl létt ab – mjólk
- 1 msk hunang
Aðferð
Forhitið 2ja lítra (8,6″) pottinn á 1-2, fer eftir hita á hellunum. Þurrefnum blandað saman. Ab-mjólkin og hunangið sett saman við og hrært vel. Betra er að hafa deigið frekar þurrt. Potturinn smurður með PAM Sprayi og deigið sett í hann. Bakað í ca. 30 – 40 mínutur. Gott er að setja fræ yfir áður en bakað er. Munið að þurrka innan úr lokinu nokkrum sinnum. Setjið blautt stykki yfir brauðið meðan það er að kólna.
Til að brauðið bakist að ofan er hægt að snúa brauðinu við í pottinum síðustu 5-10 mín. eða skella því inn í heitan bakaraofn.
Bananabrauð
Innihald
- 2 þroskaðir bananar meðalstórir
- 1 egg
- 1 1/2 dl sykur
- 3 dl hveiti
- 3 dl haframjöl (má nota All Bran morgunkorn í staðinn líka)
- 1 tsk salt
- 1/2 tsk matarsódi
Aðferð
Bananarnir marðir, þurrefnunum bætt út í og egginu og hrært vel saman. Deigið má ekki vera of blautt, bætið við smá hveiti ef þarf. Bakað í 2 ltr (8,6″ pönnu) pottinum á lágum hita, þar til yfirborðið er þétt og þurrt. Muna að spreyja pottinn.
Til að brauðið bakist að ofan er hægt að snúa brauðinu við í pottinum síðustu 5-10 mín. eða skella því inn í heitan bakaraofn.