- Blandið saman öllu hráefninu fyrir plómusósuna í lítinn pott. Látið suðuna koma upp á miðhita (tikk), lækkið hitann og leyfið að krauma í 1 mínútu, en hrærið í allan tímann. Kælið.
- Í meðalstóra skál, blandið saman 1 matskeið sojasósu og 1 matskeið kartöflu/maizena mjöl, blandið kjúklingnum saman við þangað til að hann er vel þakinn. Leyfið að standa í 10 mínútur.
- Blandið saman afganginum af sojasósunni, mjölinu og vatninu og geymið til hliðar.
- Í 10 tommu Gourmet pönnunni, snöggsteikið kjúklinginn í matarolíu spreyinu, á miðhita í hærri kantinum í 2-3 mínútur eða þangað til að hann er ekki lengur bleikur í miðjunni. Takið af pönnunni og geymið til hliðar.
- Hitið olíu á sömu pönnu. Setjið gulræturnar á pönnuna og snöggsteikið í eina mínútu. Bætið þá við selleríinu, lauknum og engiferrótinni. Snöggsteikið í 2 mínútur, blandið þá kjúklingnum saman við og sojasósu mixtúruna. Eldið áfram en hrærið í á meðan sósan nær suðu og þykknar. Kælið síðan.
- Til að bera fram, setjið u.þ.b. 1/4 bolla af mixtúrunni á salatblað. Setjið eina teskeið af plómusósunni ofan á og vefjið salatinu utan um fyllinguna til að loka.