Forhitið pottinn með 1/3 hita á eldavélinni.
Bræðið súkkulaði í minnsta pottinum og smjör saman við vægan hita, hrærið vel í blöndunni á meðan. Þegar súkkulaðið er bráðnað takið þið pottinn af hellunni og kælið blönduna.
Þeytið egg og eggjarauður saman þar til blandan verður létt og ljós.
Bætið púðursykrinum saman við í tveimur skömmtum, gætið þess að setja sykurinn saman við á hliðunum svo loftið fari ekki úr blöndunni. Hrærið mjög vel á milli.
Blandið súkkulaðiblöndunni út í og hrærið vel í.
Brjótið Oreo kökur gróflega niður (sleppa sirka 6 kexkökum) og blandið saman við deigið. Setjið einnig kakó, hveiti, lyftiduft og vanillu saman við. Blandið öllu mjög vel saman.
Útbúið fræblöndu, úr graskersfræjum, furuhnetum og valhnetum.
Setjið smjörpappír í forhitaða pottinn og hellið deiginu því næst í pottinn og raðið oreo kexkökum ofan á og ýtið svo þær fari vel ofan í deigið. Dreifið fræblöndunni yfir.
Bakið í pottinum þar til kantarnir á kökunni fara frá hliðunum. Munið að þurrka reglulega, sirka 3-4 sinnum yfir bökunartímann, úr lokinu.
Kælið kökuna mjög vel áður en þið takið hana úr pottinum. Auðvelt að toga í smörpappírinn þá losnar hún öll upp í einu.
Berið kökuna fram með þeyttum rjóma og berjum eða hverju sem ykkur langar í.