Forhitið rafmagnspönnuna á 100°. Hrærið eggin og sykurinn saman, bætið þurrefnunum út í og þá smjörinu. Hellið síðan safanum út í til að fá rétta þykkt á deigið. Úðið PAM olíuúðanum á pönnuna. Hækkið nú hitann í 140°C. Skerið eplin í skífur. Setjið deigið í botninn á pönnunni og stingið eplaskífum í deigið og bakið í ca 30 mín. Kakan er tilbúin þegar hún er laus frá börmunum. Kakan brúnast ekki að ofan og þess vegna stráum við kanilsykri ofan á þegar hún er tilbúin. Munið að þurrka raka innan úr lokinu 3-4 sinnum á meðan kakan er að bakast, því annars er hún mjög lengi að bakast. Gott er að bera kökuna fram með ís og ávaxtamauki.
Ef þið ætlið að gera eplamúsina með, þá er bara að skræla nokkur JonaGold epli og rífa þau niður með hníf nr. 2 eða 5. Það er gott að setja nokkur frosin jarðarber eða berjablöndu með, en má sleppa. Sjóðið eplin alltaf í engu vatn, því þannig eru þau best.
Þess má geta að þessi uppskrift var upprunalega með 250 gr. af smjörlíki. Það má breyta öllum kökuuppskriftum og í stað olíu eða smjörlíkis má nota mjólk eða ávaxtasafa af einhverju tagi. Bara að nota hugmyndaflugið.