Innihald

  • 1 kg nautahakk
  • 1 dós salsasósa
  • 1 dós sýrður rjómi 10%
  • 1 dós ostasósa
  • 1 dós Guacamolesósa
  • 1 poki tortilla kökur
  • 1 poki rifinn ostur
  • 2 msk fajitas krydd
  • 2 msk taco krydd

Nautahakkið sett í sigtipottinn, vatn í neðri pottinn og eldað. (Blóðvökvi og fita rennur í neðri pottinn). Sé hakkið frosið þá tekur það ca 10-15 mín. Nautahakkið síðan brúnað á þurri pönnu og kryddað.

Hakk sett neðst í rafmagnspönnuna svo tortillakökur með ostasósu, sýrðum rjóma og salsasósu og guacamole og hakk o.s.frv. Það er endað á hakki og rifinn ostur þar ofan á.

Pannan sett á 175°C og beðið eftir tikkinu og lækkað á lægsta hita. Tilbúið á ca 30 mín. eftir að búið er að lækka. Gott að hafa sósurnar með til hliðar og tortillas snakk.

© 2020 H. Jacobsen ehf | Reykjavíkurvegi 66 2. hæð | 220 Hafnarfirði | Kt: 630404-2230 | Vsk nr: 82657 | Sími 555 0350 | Fax 555 0340 | Tölvupóstur eldamennska@eldamennska.is