Við kynnum Saladmaster Espro pressukönnu.
Mjög vönduð pressukanna sem hentar fyrir alla.
Pressukannan er hönnuð með það í huga að vera einföld í notkun og þægileg til að ferðast með, henda í bakpokann, taka með í bílinn og í útileguna. Espro er með einkaleyfi á síukerfinu sem er tvískipt og er 12 sinnum fínni síun en í hefðbundnum pressukönnum. Bragðið er betra og enginn korgur. Síðasti sopinn bragðast eins vel og sá fyrsti.

Pressukannan er gerð úr ryðfríu stáli sem þolir vel að ferðast um heiminn, er létt og meðfærileg.
Tvöföld einangrun sem heldur heitu í um 6 klukkustundir (miðað við fulla könnu). Pressukannan má fara í uppþvottavél.
Pressukannan gerir um 300 ml af kaffi eða 350 ml af tei en geymir 450 ml.
Filterar eru BPA og BPS fríir og pressukannan er lofteinangruð.
Þessi er algjörlega ómissandi!

© 2020 H. Jacobsen ehf | Reykjavíkurvegi 66 2. hæð | 220 Hafnarfirði | Kt: 630404-2230 | Vsk nr: 82657 | Sími 555 0350 | Fax 555 0340 | Tölvupóstur eldamennska@eldamennska.is