Innihald

  • 3 kjúklingabringur
  • tacosnakk eða nachos
  • 1 dós rjómaostur
  • 2 dósir salsasósa
  • ostur

Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið á 11” pönnunni.
Bræðið saman rjómaostinn og salsasósuna í 2 lítra potti/8,6” pönnu. Setjið snakk í botninn á kalda rafmagnspönnuna, steiktar bringur yfir og sósuna yfir allt saman.
Rífið niður ost með hníf 2 á kvörninni og setjið yfir. Stillið pönnuna á 160°.
Þegar tikkar lækkið þá í ca 80-90°og látið malla í um 15 mínútur. Fljótlegur og góður réttur.

© 2020 H. Jacobsen ehf | Reykjavíkurvegi 66 2. hæð | 220 Hafnarfirði | Kt: 630404-2230 | Vsk nr: 82657 | Sími 555 0350 | Fax 555 0340 | Tölvupóstur eldamennska@eldamennska.is