- Skerið laukinn með hníf nr. 2 í kvörninni og steikið laukinn við lágan hita (1/3 hiti á eldavélinni) þar til hann er orðinn mjúkur. Bætið þá hvítlauknum (skorinn með hníf nr. 1 í kvörninni), chilí, papriku og cumin saman við. Hækkið hitann á pottinum (miðhita á eldavélinni), setjið nautahakkið saman við og brúnið það.
- Látið nautateninginn saman við 300 ml af heitu vatni og hellið því út í pottinn ásamt tómötum, tómatpúrru, sykri og oregano. Látið malla í um 20 mínútur. Bætið þá nýrnabaunum saman við og látið malla í 10 mínútur til viðbótar. Saltið og piprið og bætið við chilíkryddi ef þurfa þykir.
- Mikilvægt er að leyfa réttinum að standa í 10 mínútur áður en hann er borinn fram. Berið fram með sýrðum rjóma, osti (rifinn með hníf 1 í kvörninni) og nachosflögum.