KÖKUGRUNNUR OG KARAMELLUSÓSA

4 egg

180 gr. sykur

250 gr. hveiti

100 gr. brætt smjör

1 dl. epla- eða appelsínusafi

1 tsk. salt

1 tsk. lyftiduft

½ tsk. Matarsódi

Sósan:

1 poki fílakaramellur

Tæplega dl rjómi

Ca 5 msk sýróp

Forhitaðu rafmagnspönnuna á 100°C. Hrærið eggin og sykurinn saman, bætið þurrefnunum útí og þá smjörinu.  Hellið síðan safanum  út í  til að fá rétta þykkt á deigið.  Úðið Pam olíuúðanum á pönnuna.   Hækkið nú hitann í 140°C.  Setjið deigið á pönnuna og bakið í ca 30 mínútur.  Kakan er tilbúin þegar hún er laus frá börmunum.   Kakan brúnast ekki að ofan.  Munið að þurrka 2-3 sinnum innan úr lokinu á meðan kakan er að bakast, því annars er hún mjög lengi að bakast.  Bræðið saman fílakaramellur, rjóma og sýróp í litlum potti á lágum hita.  Þegar kakan er tilbúin er hægt að hvolfa rafmagnspönnunni og setja hana á disk.  Síðan er sósunni hellt yfir.   Kakan smakkast best volg með þeyttum rjóma eða ís.

© 2020 H. Jacobsen ehf | Reykjavíkurvegi 66 2. hæð | 220 Hafnarfirði | Kt: 630404-2230 | Vsk nr: 82657 | Sími 555 0350 | Fax 555 0340 | Tölvupóstur eldamennska@eldamennska.is