Sjóða grjón, mjólk og vanillu í rafmagnspottinum. Stilla á miðhita 175° og lækka í 90° þegar tikkar. Ef annar pottur er notaður er stillt á miðhita á hellunni og lækkað þegar tikkar. Þegar grjónin eru klár er súkkulaðinu og smjörinu bætt út í og kælt yfir nótt. Flórsykur og rjómi þeytt saman í létta froðu og blandað rólega saman við grjónin. Möndlu stungið í og jólin verða fullkomin.