Hitið rafmagnspönnuna í 160°.
Setjið hakkið í sigtispottinn, laukinn og hvítlaukinn á pönnu hitið upp í smjöri. Bætið niðursoðnu tómötunum, chilisósunni, teningi, salti og pipar á pönnuna og látið sjóða við vægan hita á meðan ostasósan er gerð.
Bræðið smjörið og hrærið hveitinu saman við. Hellið mjólkinni og rjómanum saman við í nokkrum skömmtum og hrærið vel á milli. . Kryddið með smá múskati, salti og pipar. Látið sjóða í nokkrar mínútur og takið svo af hitanum. Bætið rifna ostinum saman við og látið bráðna í sósunni.
Setjið kjötblönduna í botninn, síðan ostasósu og leggið svo lasagna plötur yfir. Endurtakið eins oft og rafmagnspannan leyfir og endið á sósunni. Rífið mozzarellaostinn og leggið yfir ostasósuna.
Bíðið eftir tikki og lækkið niður í 90°.
Verði ykkur að góðu.