Fegurðin í einni máltíð!

Takmarkaða útgáfa okkar á 8 lítra Gourmet collection pottinum hittir í mark!

Finnst fólki gaman að elda heima? Svarið getur komið þér á óvart.

Samkvæmt rannsókn sem birt var á þessu ári af bandarískum stofnunum heilbrigðisstofnana hefur eldamennska heima aukist verulega, einkum meðal karla (38% til 52%), en konur eru enn að elda meira (68%). Það kann að vera margar ástæður fyrir þessari þróun.

Flestar fjölskyldur hafa komist að því að ef þú vilt elda oftar heima, þá þarf máltíðin að vera auðveld í matreiðslu. Áherslan er; einföld máltíð, lítið af hráefni og undirbúningstíminn stuttur. Að búa til vandaðar máltíðir með undarlega óþarfa skreytingu er einfaldlega ekki eins smart eins og það var einu sinni.

Einn pottur, ein máltíð

Af öllum þessum ástæðum eru máltíðir í einum potti mjög vinsælar. Þessar máltíðir eru óbrotnar og fæða alla fjölskylduna. Ein panna, einn pottur, eitt fat. Ekki kemur á óvart að „uppskriftir af pönnurétt“ eða „uppskriftir af pottrétt“ er nóg þegar þú leitar að þeim á netinu.

Þessar máltíðir eru einnig góður kostur fyrir fólk sem er upptekið og með lítinn tíma en elskar að elda en leiðist að ganga frá. Við vitum að ekkert er eins pirrandi en að hreinsa potta í vaskinum langt fram eftir kvöldi, þegar þú ættir frekar að vera að njóta kvöldsins. Þessar máltíðir spara tíma og fyrirhöfnin er nánast engin.

Eldamennska heima er heilsusamasti kosturinn, ódýrasti kosturinn og það færir fjölskylduna saman við matarborðið. Við viljum elda fyrir fjölskylduna okkar eins mikið og mögulegt er. Saladmaster var byggt í kringum þessa heimspeki að eldamennska heima getur bætt lífsgæðin. Matarboðin okkar bjóða upp á einfalda, ljúffenga máltíð sem hægt er að undirbúa á fljótlegum tíma. Við gerum þetta til að sýna fjölskyldum hversu auðvelt það er.

Takmörkuð útgáfa á 8 lítra potti

Ef einhver eldhúsbúnaður var sérstaklega hannaður til að sýna hversu auðvelt það er að gera pottrétt eða pönnurétt, þá er það takmarkaða útgáfa okkar núna í október. Þessi vara er fyrsta varan sem sýnd er frá Complete Gourmet Collection sem var hönnuð með fjölhæfni í huga. Potturinn hefur þann kost til þess að hafa máltíð fyrir stóra fjölskyldu eða næsta viðburð hjá ykkur – eins og jólin.  Súpan, hangikjötið, lambalærið, kalkúnninn og jólahryggurinn.

8 lítra Gourmet Collection potturinn verður aðeins í boði í októbermánuði. Við erum næstum á miðpunkti mánaðarins og potturinn hefur verið mjög vinsæll hjá okkur. Ef þú ert Saladmaster pottaeigandi og langar í pottinn, endilega bókaðu matarboð hjá kynningarfulltrúa hjá okkur hér.

 Kær kveðja Saladmaster Ísland

© 2020 H. Jacobsen ehf | Reykjavíkurvegi 66 2. hæð | 220 Hafnarfirði | Kt: 630404-2230 | Vsk nr: 82657 | Sími 555 0350 | Fax 555 0340 | Tölvupóstur eldamennska@eldamennska.is