800 g ýsuflök, roðlaus
50 g parmesan ostur
60 g smjör, mjúkt
3 msk majones
2 msk safi úr sítrónu
1 tsk basil, þurrkað
½ tsk hvítlauksduft
svartur pipar

Forhitið rafmagnspönnuna í 170.
Blandið saman í skál parmesan-osti (gott að rífa niður parmesan ostinn í kvörninni með hníf nr.1), mjúku smjöri, majones og sítrónusafa. Kryddið með basil, hvítlauksdufti og svörtum pipar. Blandið vel saman og geymið.Raðið flökunum á rafmagnspönnuna. Haldið 170 gráðum. Saltið og piprið eftir smekk. Setjið lokið á pönnuna.
Steikið í sirka 2-3 mín. Snúið síðan flökunum við og steikið á hinni hliðinni í svipaðan tíma. Lækkið hitann í 90 gráður. Hellið parmesan blöndunni yfir fiskinn og steikið í sirka 3-4 mín.
Verði ykkur að góðu.

© 2020 H. Jacobsen ehf | Reykjavíkurvegi 66 2. hæð | 220 Hafnarfirði | Kt: 630404-2230 | Vsk nr: 82657 | Sími 555 0350 | Fax 555 0340 | Tölvupóstur eldamennska@eldamennska.is