Grænmeti

Barnamatur frá 4-5 mánaða

Barnamatur eldaður í saladmaster er margfalt hollari en sá sem þú kaupir í búð.

Við erum að elda allt grænmeti og ávexti við kjörhitastig og þar með erum við að varðveita vitamin og steinefni sem öll börn þurfa nauðsynlega að fá. Við viljum minna á að varast skal að hita barnamat í örbylgjuofninum, Notaðu frekar 1 l. pottinn ef þú þarf að hita upp matinn fyrir litla krílið.

Hafragrautur

  • Notaðu 1. l pottinn
  • 1 dl. Haframjöl
  • 2. dl. Vatn

Settu lokið á og kveiktu undir á miðhitam þegar ventilinn tikkar, lækkaðu og grauturinn er tilbúin eftir ca. 5 mínútur. Þú þarft ekki að hræra í á meðan grauturinn mallar ( getur skellt þér í sturtu á meðan), en gott era ð hræra aðeins í grautnum áður en þú skellir honum á borðið.

Ávaxtamauk

  • Notaðu hníf nr. 3
  • Epli ( Jonagold) eða perur

Þú stjórnar magninu, en það er óhætt að gera ávaxtamauk fyrir vikuna og setja í sótthreinsaðar krukkur og geyma í viku inní ískáp.

Grænmeti

Gott að nota hníf nr. 1

Allt ferskt grænmeti sem sjóða skal handa ungum börnum og mauka, skal sjóða í ENGU VATNI. Þá viðheldur þú vítamínunum og steinefnunum. Mundu að nota miðhita. EKKI nota salt handa ungum börnum. Til þess að gera grænmetismaukið bragbetra í fyrsta skiptin fyrir krílin þá er gott að setja pínu lítið smjör saman við maukið. Það er auðvitað hægt að gera grænmetismauk fyrir vikuna og geyma í sótthreinsuðum krukkum inní ískáp. Hitið síðan maukið í potti, ekki örbylgjuofni því þá tapast vítamínin í maukinu.

Það er hægt að nota allt grænmeti í mauk. Þú rífur niður smátt í grænmetiskvörninni það sem við á og blandar saman í pottinn. Biður eftir að ventilinn tikki og lækkar. Það fer algjörlega eftir magni og stærð pottar hvað lengi þetta er að eldast.

Hollar sósur

Sveppasósa.

  • 100 gr sveppir
  • 1 dós   Kókosmjólk
  • 2 tsk Karry
  • Smá sjávarsalt og pipar úr kvörn
  • 1-2 gerlausir grænmetisteningar t.d.Rapuntzel
  • 1-2 ms Maismjöl
  • ½ -1 dl Vatn

Rífið sveppina í kvörninni og setjið í pott ásamt kryddi og kókosmjólkinni látið malla í 30 mín, þykkið síðan með maismjölinu sem hrært hefur verið í vatninu.

Hnetusósa

  • 2 dl        hnetusmjör
  • 2 dl        vatn
  • 2msk     tamarisósa
  • 4stk       döðlur
  • 3stk       hvítlauksrif
  • 1-2 msk sítrónusafi
  • ½ búnt   kóríander (ferskt)
  • ¼ tsk     Cayennepipar
  • Smá sjávarsalt

Hnetusmjör og vatnið í mixer blanda vel, smátt saxið döðlurnar og pressið hvítlaukinn og bætið öllu út í og blandið vel.

Brokkólísúpa

Innihald

  • 3 stór fersk brokkólíknippi
  • 1 ltr. vatn
  • 1 grænmetisteningur
  • 2 tsk salt (Maldon salt)
  • ½ tsk nýmalaður pipar

Skera brokkólíið gróft og setja í pott með vatninu og teningnum. Látið sjóða þar til brokkólíð er mjúkt. Salta og pipra eftir smekk. Renna súpunni í gegnum matvinnsluvél. Ef súpan er of þykk, bætið þá við vatni.

Kartöflubátar

Það er mjög gott að steikja kartöflubáta á rafmagnspönnunni eða 11” pönnunni – fer eftir magni. Forhitið pönnuna á einum yfir miðhita á helluborði, rafmagnspönnu í 210-230°C og skerið nokkrar bökunarkartöflur í báta á meðan. Þegar pannan er nógu heit setjið þá olíu á pönnuna og raðið kartöflubátunum á. Kryddið með góðu kartöflukryddi, pipar og salti eftir smekk. Steikið á báðum hliðum. Setjið lokið á og lækkið þegar tikkar. Tekur ca 10-15 mín fer eftir stærð á kartöflum. Nauðsynlegt að hafa smá rifu á lokinu síðustu mín svo gufan fari út. Prófið líka að stinga í kartöflurnar og athuga hvort þær eru tilbúnar. Kemur alveg í staðinn fyrir franskar kartöflur og krakkarnir eru vitlausir í þær!

Grænmetisskonsur

Innihald

  • 600 gr. hveiti
  • 100-150 gr. sykur
  • 3 egg
  • ½ tsk salt
  • 1 tsk lyftiduft
  • ½ tsk matarsódi
  • 2 dr.   Vanilludropar
  • 50 gr. brætt smjör
  • grænmeti að eigin ósk
  • mjólk

Aðferð

Blandið öllum þurrefnunum og smátt söxuðu grænmeti (notið hníf nr. 1) saman. Setjið brætt smjörið út á síðast og þynnið með mjólk. Deigið þarf að vera svipað þykkt og vöffludeig.

Tillaga af grænmeti: gulrót, biti af kúrbít, laukur/graslaukur, paprika.

Best er að nota grillpönnuna til steikingar eða 11” pönnuna.

Soðnar kartöflur

Þegar kartöflur eru soðnar í Saladmaster þarf ekki að setja mikið vatn bara rétt botnfylli. Athugið að velja hæfilega stóran pott miðað við magn kartaflanna. (sbr bls 3) Stillið á miðhita til fullan hita.  Þar sem vatn er í pottinum má setja á hærri hita sem flýtir fyrir því að þær verða tilbúnar. Síðan lækkið á lægsta þegar tikkar.  Tilbúið eftir ca 20-25 mín. fer eftir stærð kartafla.

Ávaxtasalat

Innihald

  • ½ Quantalope melóna
  • 2 perur
  • 2 epli
  • 5 cm biti af kúrbít (zucchini)
  • 1 appelsína
  • biti af ananas

Aðferð

Skerið ávextina með hníf nr 3 í kvörninni, nema appelsínuna og anansinn með venjulegum hníf. Blandið öllu saman.

Hvítkálssalat

Innihald

  • 0,5 dl hvítvínsedik
  • 1 msk edik 10%
  • 0,75 dl sykur
  • 0,5 dl vatn
  • 2 tsk salt
  • 1 msk olía
  • 0,5 dl ananaskurl
  • 5 ananashringir skornir í bita
  • 750 gr hvítkál rifið ím/hníf nr. 4
  • 1 tsk nýmalur svartur pipar
  • 1 tsk oregano
  • 1 stór rauð paprika, í strimlum

Aðferð

Blanda öllu saman, smakka til með salti.

Látið standa í ísskáp um klst áður en borið er fram.

Fullkomið sem pizzasalat. Sjá pizzudeig undir brauð

Sæt kartöflusúpa

Innihald

  • 1 kg sætar kartöflur, skrældar
  • 1 laukur
  • 1 ltr vatn
  • 1 msk grænmetiskraftur

Borið fram með

  • 200 gr fetaostur
  • 100 gr svartar olívur
  • brauð

Aðferð:

Rífið kartöflurnar og laukinn niður í kvörninni (hnífur 3). Setjið í pott og hellið vatninu og kraftinum yfir. Sjóðið þar til þetta er mjúkt í ca 5-6 mínútur. Rennið súpunni í gegnum matvinnsluvél. Smakkið til með salti. Borið fram með ferskri basiliku, fetaosti, svörtum olívum og góðu brauði.

Grænmetislasagne

Hráefni er miðað 2-4 pers. í rafmagnspönnuna

  • 2 meðalstórar gulrætur
  • 1 haus brokkoli
  • 5 cm biti kúrbítur
  • ½ rauð paprika (má hafa græna líka)
  • 2 tómatar
  • 5 cm biti púrrulaukur
  • 1 rauðlaukur
  • 1 væn kartafla (gott að hafa 1 sæta kartöflu)
  • 2 hvítlauksgeirar (rífa hann með fínasta hnífnum)
  • 1 ferna krossader tómatar
  • svartur pipar grófmalaður
  • paprikukrydd (smá sletta)
  • ostur
  • 2 egg
  • Kotasæla
  • 8 lasagnablöð ( gott að leggja þau í bleyti í vel heitt vatn, byrja á því)

Aðferð

Allt grænmetið er rifið með hníf no.2 nema hvítlaukurinn og sett í skál. Tómatmaukinu hellt saman við og kryddað, öllu gumsinu hrært saman. Eggin hrærð vel saman og kotasælunni blandað saman við.

Muna að ekki má hafa rafmagnspönnuna heita. Setja þunnt lag af grænmetinu í botninn á pönnunni, síðan pastablöð, þar ofan á kotasælueggjablönduna, síðan þar ofan á, aftur grænmeti þunnt lag, (þetta þarf ekki að hylja) svo aftur pastablöð og kotasælubl. Og restin af grænmetisblöndunni, þar ofan á rifinn 17% ost. Stilla pönnuna á 160° ” tikk” lækka í 85°-90°.

Grænmetispaté

Pottur stærð fer eftir magni t.d. 1 qt, 1 ½ qt eða 2 qt

Grænmeti t.d. gulrætur, sætar kartöflur, rófur, brokkolí

Ostur til að bræða.

Rífið niður grænmeti í lítinn pott, með hníf nr. 1, að eigin vali t.d. gulrætur, brokkolí og sætar kartöflur eða prófið ykkur áfram með grænmeti.. (Það er ekki gott að nota kúrbít í þennan rétt þar sem hann gefur of mikinn vökva). Setjið yfir á miðhita og lækkið á lægsta hita þegar tikkar. Tekur ca 10 mínútur að láta grænmetið malla. Takið pottinn af hellunni og rífið, með hníf nr. 1 hvítlauks-, mexíkóost eða einhvern annan ost út í. Hrærið saman og kælið.

Hnetusteik

  • 100 gr grænar linsubaunir
  • 2 lárviðarlauf
  • 500 ml grænmetissoð (1-2 teningar frá Rapunzel)
  • 2 msk kókosfeiti eða ólífuolía
  • 1 stór rauðlaukur, saxaður fínt
  • 2 hvítlauksgeirar, saxaðir fínt
  • 1/2 tsk turmeric duft
  • 1/2 tsk chilliduft
  • 1/2 tsk engiferduft
  • 200 gr gulrætur, rifnar á rifjárni
  • 200 gr kúrbítar (enska: courgette), rifnir á rifjárni
  • 100 gr haframjöl
  • 50 gr malaðar cashewhnetur + 25 gr auka fyrir raspið
  • 50 gr malaðar heslihnetur + 25 gr auka fyrir raspið
  • 50 gr sólblómafræ
  • 50 gr graskersfræ
  • 2 msk tamarísósa
  • 1 msk tómatmauk
  • 1 msk steinselja, söxuð
  • Heilsusalt (Herbamare) og svartur pipar

    Aðferð:

  • Hitið ofninn í 180°C
  • Skolið grænu linsubaunirnar og setjið þær í litla pönnu ásamt bay leaf og grænmetissoðinu.
  • Látið suðuna koma upp og leyfið þessu að krauma þangað til baunirnar eru orðnar mjúkar. Fjarlægið lárviðarlaufið.
  • Blandið öllum fræjunum saman á ofnskúffu með bökunarpappír og setjið neðst í ofninn.
  • Hitið í um 10 mínútur, hrærið í fræjunum og hitið í aðrar 10 mínútur (eða þangað til fræin fara að ilma)
  • Steikið laukinn í smá kóksfeiti eða ólífuolíu þangað til hann er orðinn mjúkur. Bætið vatni við ef þarf.
  • Bætið hvítlauknum við, kryddinu og hrærið.
  • Bætið nú gulrótunum og kúrbítnum saman við og hitið í 5 mínútur. Hrærið af og til.
  • Bætið nú við linsubaununum, haframjölinu, tamarísósunni, tómatmaukinu og steinseljunni.
  • Setjið 2/3 af cashew- og heslihnetunum ásamt 2/3 af fræjunum út í.
  • Saltið og piprið.
  • Klæðið brauðform með bökunarpappír, dreifið afgangnum af fræjunum í botninn.
  • Setjið allt saman í formið og þrýstið vel niður.
  • Setjið bökunarpappír yfir formið og bakið í 45 mínútur.
  • Fjarlægið bökunarpappírinn og bakið í 10 mínútur í viðbót.
  • Kælið í 10 mínútur í forminu.
  • Hvolfið á disk og berið fram strax.